Þjónusta

Finnum rétta fólkið

Sólstöður búa yfir góðum tengslum við hjúkrunarfræðinga sem vilja koma til starfa á Íslandi. Við sjáum um allt ráðningarferlið, svo sem búferlaflutninga, leyfisveitingar og búsetuúrræði, sem og aðlögun á Íslandi.

Af hverju Sólstöður?

Sólstöður hafa reynslu af því að finna rétta starfskraftinn erlendis frá og tekur ferlið frá upphafi til enda um 2-3 mánuði. Á árinu 2025 mun þurfa um 350 menntaða hjúkrunarfræðinga til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Vel menntað og reynsluríkt starfsfólk hefur áhuga á að flytja til Íslands til að starfa hér.

Þjónusta Sólstaða

Við metum ferilskrár, reynslu, menntun og umsagnir hjúkrunar-fræðinga sem vilja koma til landsins og finnum viðeigandi starf. Sólstöður skapa vettvang fyrir hjúkrunarfræðinginn til að segja frá sér og við segjum frá kostum þess að vinna á Íslandi sem hjúkrunarfræðingur. Allt ráðningarferlið ásamt ráðningarsamningum og leyfisveitingum er í okkar höndum. Okkur er annt um að finna rétta fólkið í réttu störfin hratt og örugglega.

Ferlið

Þú segir okkur hvað þú þarft og hverju þú ert að leita að.
Við sjáum um að finna réttu manneskjuna.

  1. Skref 1

    Rétta manneskjan

    Við metum ferilskrár, reynslu og menntun og finnum rétta hjúkrunarfræðinginn fyrir þig.

  2. Skref 2

    Ráðning

    Þú býður hjúkrunarfræðingnum starf og við komum á skriflegum ráðningarsamningi ykkar á milli.

  3. Skref 3

    Leyfisveitingar

    Við sjáum um að afla allra leyfa sem þarf til að manneskjan geti starfað á Íslandi sem hjúkrunarfræðingur.

  4. Skref 4

    Búseta og aðlögun

    Við aðstoðum hjúkrunarfræðinginn við að finna húsnæði við hæfi og hjálpum viðkomandi að aðlagast íslensku samfélagi.

Námskeið

Sólstöður bjóða upp á námskeið í inngildingu heilbrigðisstarfsfólks þar sem farið er yfir hvað gott er að vita varðandi dvöl á Íslandi.

  1. Ísland og menning

    Allt sem gott er að vita fyrir hinn nýja starfsmann um menningu, samfélag, samgöngur og heilbrigðiskerfið á Íslandi. Gert er ráð fyrir að fyrirlestur sé 3 klst. með einu hléi. Boðið er upp á léttar veitingar.

  2. Skattar og fjármál

    Nauðsynlegar upplýsingar um skattkerfið, persónuafslátt, kennitöluna, launaseðla og rafræn skilríki. Gert er ráð fyrir að fyrirlestur sé 3 klst. með einu hléi. Boðið er upp á léttar veitingar.

  3. Leigumarkaðurinn

    Mikilvæg samantekt um hvað kostar að leigja, hvernig er best að finna eignir, leigusamninga og tímaramma samninga. Gert er ráð fyrir að fyrirlestur sé 3 klst. með einu hléi. Boðið upp á léttar veitingar.

  4. Íslenskukennsla

    Uppsett í samvinnu við Mími. Kennt í fjarkennslu og einnig á staðnum. Námskeið er um 20 klst.

Er áhugi til staðar eða viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur og við sjáum um að finna réttu manneskjuna, eða segjum þér allt sem þú vilt vita.